Bæjarskrifstofur Kópavogs

Bæjarskrifstofur Kópavogs.
Bæjarskrifstofur Kópavogs.

Húsnæði Bæjarskrifstofu Kópavogs að Digranesvegi 1 og Hamraborg 8 er lokað fyrir utanaðkomandi en húsnæði velferðarsviðs, Fannborg 6, er opið fyrir þá sem nýta þurfa þjónustu sviðsins.

Samgangur milli bygginga er takmarkaður og starfsfólk bæjarins hvatt til að nýta rafrænar leiðir og fjarfundi til samskipta innanhúss og utan.

Þjónustuver Kópavogs sinnir símsvörun á sama tíma og áður, mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 8.00-16.00, föstudaga 08.00-15.00.

Símanúmer Kópavogs er: 4410000, netfang þjónustuvers thjonustuver(hjá)kopavogur.is

Í þjónustugátt er að finna eyðublöð og umsóknir.

Hér má finna lista yfir netföng starfsmanna

Lögð er áhersla á að tryggja þá starfsemi og þjónustu sem þarf að haldast órofin á öllum stigum viðbragðsáætlunar Kópavogsbæjar á meðan neyðarstigi almannavarna vegna Covid-19 varir.