Birkisáning í Lækjarbotnum

Frá sáningu í Selfjalli með nemendum í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
Frá sáningu í Selfjalli með nemendum í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.

Almenningi er boðið að taka þátt í sáningu birkifræja á laugardag, 3.október, kl. 11. . Sáningin fer fram í Selfjalli í Lækjarbotnum sem er í landi Kópavogs en Selfjall blasir við á hægri hönd þegar Suðurlandsvegur er ekinn í austur frá höfuðborgarsvæðinu, og er fyrsta fjalla eftir að ekið hefur verið framhjá afleggjara í Heiðmörk.  

Fánaborg mun blasa við vegfarendum sem ætla að taka þátt í sáningunni þannig að afleggjarinn á ekki að fram hjá þátttakendum. Birkisáningin stendur frá 11.00 til 14.00.

Sams konar viðburður var haldinn sl. laugardag og tókst vel til.

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær eru í samstarfi um viðburðinn og munu þátttakendur njóta leiðsagnar um birki og sáningu á birkifræi í opið land. Mikilvægt er að vera klæddur eftir veðri og í góðum skóm.

Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16. september síðastliðinn, á Degi íslenskrar náttúru.

Meira