Mynd úr skýringarhefti um Glaðheima - vesturhluta, breytt deiliskipulag. Mynd/Arkþing.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi í vesturhluta Glaðheima er nú í kynningu. Þessi hluti Glaðheima afmarkast af Reykjanesbraut, Bæjarlind, Álalind, Akralind, Askalind og Arnarnesvegi.
Svæðið er óbyggt og er gert ráð fyrir því í núgildandi deiliskipulagi að þar rísi atvinnuhúsnæði. Í breytingunni felst að á hluta svæðisins mun rísa fjölbýlishúsabyggð á fimm til tólf hæðum sem rúma mun 270 íbúðir.
Athugasemdir og ábendingar skal senda á netfangið skipulag (hja) kopavogur.is eða skriflega á skipulags- og byggingardeild, umhverfissviði, Digranesvegi 1. Frestur til athugasemda er til 19. ágúst 2020.
Öll gögn sem varða breytinguna er að finna á vefsíðu Kópavogsbæjar.
Glaðheimar vesturhluti - auglýsing
Glaðheimar vesturhluti - breytt deiliskipulag uppdráttur
Glaðheimar vesturhluti - breytt deiliskipulag skilmálahefti
Glaðheimar vesturhluti- breytt deiliskipulag skýringahefti
Glaðheimar vesturhluti - umhverfisskýrsla
Skipulag og framkvæmdaleyfi í kynningu