"Ég vil ekki flytja til annars lands. Hér líður mér best og hér á ég heima,“ segir Patrycja.
Patrycja Romanowska er af pólskum uppruna en nú stoltur íslenskur ríkisborgari. Hún elskar Kópavog og íslensk bjúgu með uppstúf og segist hvergi hamingjusamari en einmitt við fagra sjávarsíðuna á Kársnesinu. Patrycja er þriðji viðmælandinn okkar í Kópavogssögum.
Hún vinnur sem matráður á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar og er mjög vinsæl meðal starfsmanna sem öll bera henni söguna vel.
„Ég er stolt af því að vera orðin Íslendingur og geta kallað Ísland mitt heimaland. Um tíma færði maðurinn minn í tal að við ættum kannski að flytja til hlýrri landa, en nei. Ég vil ekki flytja til annars lands. Hér líður mér best og hér á ég heima,“ segir Patrycja.
Lesa má viðtalið við hana í heild sinni á vef Kópavogs.