23.02.2023
Líflegar umræður á Vatnsdroparáðstefnu
Ungir sýningarstjórar, 17 börn á aldrinum 8-15 ára, heldu ráðstefnu laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn í Salnum í Kópavogi þar sem þau buðu til sín sérfræðingum til að ræða málefni sem tengdust undirbúningi listasýningar sem þau munu sýningarstýra í vor í menningarhúsunum í Kópavogi.