Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs

Hafin er vinna við endurskoðun gildandi Aðalskipulags Kópavogs.
Hafin er vinna við endurskoðun gildandi Aðalskipulags Kópavogs.

Hafin er vinna við endurskoðun gildandi Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.  

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 26. febrúar 2019 var lögð fram og samþykkt skipulagslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024 samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð samþykkti lýsinguna á fundi sínum 18. febrúar 2019.

Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í ­lýsingunni er m.a. gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags­áætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Leita skal umsagnar um skipulagslýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.

Í tengslum við endurskoðunina verður haldinn kynningarfundur fyrir almenning á næstunni.

Gildandi Aðalskipulag Kópavogs var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 26. nóvember 2013 og staðfest af Skipulagsstofnun 24. febrúar 2014.