Fjárhagsáætlun 2024 samþykkt

Fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt.
Fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu. Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2025-2027.

Breytingar sem urðu á fjárhagsáætluninni milli umræðna fela meðal annars í sér hækkun á viðhaldskostnaði bygginga í eigu bæjarins og hækkun á frístundastyrk til barna í Kópavogi. Áfram verður hagrætt í rekstri og meðal annars dregið úr nefndarkostnaði með fækkun funda í flestum nefndum og ráðum.

Þá lágu upplýsingar um hlutdeildarfélög ekki fyrir við fyrri umræðu. Heildaráhrif þeirra á rekstrarniðurstöðu áætlunarinnar er sú að rekstrarniðurstaða hækkar um 90 milljónir. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar verður 228 milljónir samkvæmt áætluninni.

“Rekstur bæjarins er traustur líkt og endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Áfram verður unnið að því markmiði að nýta betur fjármagn bæjarins með hagræðingu í rekstri en staðið vörð um góða þjónustu við íbúa.” segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri.

Nánar

 

Fjárhagsáætlun 2024

Þriggja ára áætlun 2025-2027