Frístundaþjónusta fatlaðra ungmenna flytur í tímabundið húsnæði

Fannborg 2.
Fannborg 2.

Húsnæði Höfuð-Borgarinnar, frístundaþjónustu fyrir fötluð ungmenni á framhaldsskólaaldri, að Fannborg 2, hefur verið lokað vegna myglu. Því fellur starfsemi frístundaþjónustunnar niður föstudaginn 12.september.

Starfsemin verður flutt að sinni í Roðasali 1 frá og með mánudeginum 15. september.

Sautján ungmenni á aldrinum 16-20 ára nýta sér starfsemi Höfuð- Borgarinnar að loknum skóladegi. Lögð er áhersla á veita ungmennunum öruggt, jákvætt og uppbyggilegt frístundastarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins.

Foreldrar og ungmenni sem nýta sér þjónustu Höfuð-Borgarinnar hafa verið upplýst. Starfsfólk Höfuð-Borgarinnar og velferðarsviðs hefur þegar hafist handa við að undirbúa húsnæðið að Roðasölum 1 tímabundið fyrir nýja starfsemi