Ertu með auga fyrir umhverfinu?

Frá verðlaunagarði í Haukalind.
Frá verðlaunagarði í Haukalind.

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga 2025 og geta íbúar og önnur áhugasöm sent in tilnefningu á vef bæjarins

Meðal flokka sem veitt er viðurkenning fyrir eru umhirða húss og lóðar, endurgerð húsnæðis, frágangur lóðar og hönnun. Einnig er óskað eftir tilnefningum fyrir framlag til umhverfismála.  Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 14.ágúst.

Árið 1964 voru umhverfisviðurkenningar Kópavogs veittar í fyrsta skipti fyrir garða og lóðir í bænum og hafa verið veittar ár hvert síðan þá.  Skipulags- og umhverfisráð velur viðurkenningarhafa og verður tilkynnt um valið við hátíðlega viðhöfn í september.

Senda inn tilnefningu til umhverfisviðurkenninga