Frístundastyrkur fimm ára hækkar verulega

Leikið í Kópavogi.
Leikið í Kópavogi.

Fimm ára börn í Kópavogi fá 85.000 króna frístundastyrk 2023 sem er veruleg hækkun frá fyrra ári. Hugmyndin er að þau geti iðkað að minnsta kosti eina íþrótt eða aðra tómstund foreldrum að kostnaðarlausu. 

Börn í Kópavogi á aldrinum 6-18 ára fá 56.000 kr. frístundastyrk og er upphæðin óbreytt á milli ára. 

Nánar um frístundastyrki.