Fjárhagsáætlun 2018 samþykkt

Fjárhagsáætlun 2018.
Fjárhagsáætlun 2018.

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2018 var samþykkt einróma í Bæjarstjórn Kópavogs við aðra umræðu þriðjudaginn 28. nóvember. Fjárhagsáætlunin er unnin í samstarfi allra flokka, þriðja árið í röð. 

  • Matur til eldri borgara í Kópavogs lækkar í 810 úr 1.010 krónur á næsta ári. Þá lækkar álagningarhlutfall fasteignagjalda eldri borgara einnig, bæði á íbúðir og atvinnuhúsnæði.
  • Á næsta ári verða námsgögn án endurgjalds í Kópavogi og frístundastyrkur til barna sem veittur er til tómstunda og íþróttaiðkunar hækkar í 50.000 kr., úr 40.000 krónur.
  • 150 milljónum verður var í sértækar aðgerðir í leikskólum í Kópavogi. Meðal annars til hækkunar á launum ófaglærðra um 16.000 á mánuði.
  • Lýðheilsumálum verður gert hátt undir höfði í Kópavogi en lýðheilsustefna var samþykkt nýverið.
  • Þá er áhersla á velferðarmál í áætluninni. Félagslegum íbúðum í Kópavogi verður fjölgað og málefni barnaverndar styrkt.
  • Þess má geta að engin lán eru tekin til framkvæmda í sveitarfélaginu frekar en undanfarin ár. Af stórum framkvæmdum á næsta ári má nefn að byggingu íþrótta- og fimleikahúss við Vatnsendaskóla lýkur og hafist verður handa við byggingu húsnæðis fyrir Skólahljómsveit Kópavogs og nýjan Kársnesskóla.
  • Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar verður 824 milljónir samkvæmt áætluninni og skuldahlutfall lækkar niður í 127% í árslok.

Ítarleg frétt um fjárhagsáætlun 2018.

Frétt um aðgerðir í leikskólum Kópavogs.