Álfhólfsvegur lokaður á milli Tunguheiði og Álfaheiði
Fyrirhugað er að malbika Álfhólsvegi á milli Tunguheiði og Álfaheiði miðvikudaginn 14. júní á milli klukkan 11:00 og 15:30 og verður götuhlutinn lokaður á meðan framkvæmdum stendur.
Vegfarendum er bent á hjáleiðir um Digranesheiði og Skálaheiði eða Túnbrekku, Nýbýlaveg og Álfabrekku á meðan lokun stendur. Hliðargata að húsum nr. 81 til 113 við Álfhólsveg verður breytt í tvístefnugötu með aðkomu við gatnamót Álfhólsvegar og Túnbrekku á meðan framkvæmdum stendur.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.
