- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Gæsluvellir í Kópavogi hefja starfsemi sína þann 8. júlí næstkomandi.
Þrír gæsluvellir verða reknir í bænum frá 8. júlí til 6. ágúst. Opnunartími vallanna er milli tíu og tólf fyrir hádegi og svo frá hálf tvö til hálffimm eftir hádegi.
Opnað verður klukkan 13:30 miðvikudaginn 8. júlí.
Greitt er fyrir hverja heimsókn og er heimsóknargjald tvöhundruð krónur.
Gæsluvellirnir þrír sem um ræðir eru Holtsvöllur við Borgarholtsbraut, þekktur sem Stellu róló. Síminn þar er 618 8543.
Þá verður opið á Lækjavelli við Lækjasmára, sími þar er 618 8541.
Loks er gæsluvöllur á Hvammsvelli við Hvammsveg, sími 618 8542.