Grassláttur í fullum gangi

Sláttur í Kópavogi sumarið 2014
Sláttur í Kópavogi sumarið 2014

Hátt í 50 sumarstarfsmenn Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar sjá um grasslátt í Kópavogsbæ í ár auk þess sem stór svæði eru slegin af verktökum samkvæmt útboði. Önnur umferð í grasslætti er hafin en bæjarsvæði eru slegin misoft, frá einu og upp í fjögur skipti.

Grassláttur hófst um miðjan maí eins og venja er í bænum. Spretta hefur hins vegar verið óvenjumikil í sumar eins og bæjarbúar hafa eflaust orðið varir við, bæði vegna hlýinda og mikillar úrkomu. Þá hefur rigningartíðin einnig gert grassláttur erfiðari en ella og sláttumenn bæjarins því komist hægar yfir en oft áður.

Sem fyrr segir eru bæjarsvæði slegin misoft. Dæmi um svæði sem slegin eru oftar en einu sinni eru grasflatir í skrúðgörðum en manir við Vatnsenda eru dæmi um svæði sem slegið er einu sinni.