Gróðursetningardagar við Guðmundarlund

Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær standa saman að gróðursetningardögum fjölskyldunnar.
Skógræktarfélag Kópavogs og Kópavogsbær standa saman að gróðursetningardögum fjölskyldunnar.
Gróðursetningardagar verða haldnir 7.júlí og 21.júlí undir yfirskriftinni Líf í lundi. Mæting er við Fræðslusetrið í Guðmundarlundi kl. 17.00.
 
Viðburðirnir eru í framhaldi af gróðursetningardeginum 26.júní en þá var haldinn ánægjulegur gróðursetningardagur á Líf í lundi á Vatnsendaheiði og í Guðmundarlundi. Eftir gróðursetningar stóð þátttakendum til boða að slá inn árangur dagsins inn í kolefnisreiknivélina og meta þannig framlag sitt til umhverfismála.
 
Kolefnisbinding með skógrækt er góð leið til að binda CO2 úrandrúmsloftinu til langs tíma en um leið er verið að stuðla að jarðvegsvernd. Sveppum og mordýrum í jarðvegi fjölgar vatnsmiðlun eflist og skógurinn opnar nýja möguleika til útivistar svo eitthvað sé nefnt. En járnið skal að sjálfsögðu hamra á meðan það er heitt og því blásum við á ný til sóknar og ætlum að endurtaka gróðursetningar í þágu aukinnar lífsgæða á Vatnsendaheiði á morgun miðvikudaginn 7. júlí og aftur 21. júlí kl. 17:00 og hefst dagskráin við Fræðslusetrið,Leiðarenda 3. í Guðmundarlundi.
Á heiðinni verður horft til framtíðar og gróðursettar plöntur í þágu aukinar lífsgæða.
 
Að lokinni formlegri dagskrá geta þátttakendur í Líf í lundi dvalið áfram í Guðmundarlundi og bardúsað við ýmislegt skemmtilegt enda hefur lundurinn upp á margt að bjóða. Í lundinum er meðal annars 10 brauta frísbí gólfvöllur, leiktæki og frábær 9 holu minigolf völlur.
 
Inni í miðjum Guðmundarlundi er Hermannsgarður, lítill og vinalegur blómagarður, með steinabeðum, stígum og bekkjum og svo er það auðvitað skógurinn sjálfur sem bíður upp á mikla möguleika til leikja og útivistar.
 
Fyrir þá sem ætla að taka hring á iðgrænum gólfvellinum þá má benda á að hver og einn verður að taka með sér eigin golfkylfur og kúlur og það sama á við um frísbí gólfvöllinn að diskurinn til að kasta er á valdi hvers og eins.
 
Til að finna Guðmundarlund er einfaldast að fara inn á https://ja.is/
og slá inn Leiðarendi 3.
 
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar.