- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir átján ára og eldri hjá Kópavogsbæ, þá sem fæddir eru 1999 eða fyrr. Sú breyting er gerð frá fyrri árum að ekki er krafist þess að umsækjendur um sumarstörf hafi lögheimili í Kópavogsbæ. Kópavogsbúar hafa þó forgang til ráðningar, að uppfylltum þeim skilyrðum sem koma fram í auglýsingu.
Tekið verður við umsóknum til 26. mars og er stefnt að því að öllum umsækjendum verði svarað í apríl. Störfin eru af margvíslegum toga og er sótt um þau rafrænt í gegnum vef Kópavogsbæjar.
Um helmingur starfanna eru verkamannastörf við þjónustumiðstöð og íþróttavelli bæjarins en einnig eru ráðnir fjölmargir stjórnendur svosem garðstjórar og flokkstjórar í Vinnuskóla og Skólagarða og á ýmsum sumarnámskeiðum svo eitthvað sé nefnt. Í fyrra voru um 450 manns ráðnir í sumarstarf hjá bænum.
Allir 14-17 ára unglingar, fæddir 2000-2003, sem eftir því óska, fá sumarvinnu í Vinnuskóla Kópavogs. Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 900 unglingar komi þar til vinnu í sumar. Opnað verður fyrir umsóknir í Vinnuskólann í apríl.