Hænur leyfðar

Hægt er að sækja um leyfi fyrir sex hænur en óheimilt er að halda hana.
Hægt er að sækja um leyfi fyrir sex hænur en óheimilt er að halda hana.

Hægt er að sækja um leyfi fyrir allt að sex hænum samkvæmt nýsamþykktri samþykkt um hænsnahald í Kópavogi. Meðal skilyrða fyrir leyfisveitingu er fyrir liggi samþykkt sameigenda ef um er að ræða fjölbýlishús. Þá þarf samþykki aðliggjandi lóða ef um einbýlishús eða raðhús eða parhús er að ræða. Óheimilt er að halda hana samkvæmt samþykktinni. Sett eru skilyrði um stærð hænsnakofa, og skal kofi fyrir sex hænur vera að lágmarki 3 m2. Til að koma í vef fyrir ónæði ber að hafa myrkur hjá hænsnunum frá kl. 21 til 7 alla daga. 

Umsókn um leyfi til hænsnahalds er að finna hér og í þjónustuveri Kópavogsbæjar, Fannborg 2. Umsókn skal skilað í þjónustuverið.

Nánari upplýsingar um dýrahald og leyfi.