Heimanám besta myndin

Björn Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson sigurvegarar Gullmolans 2014 ásamt dómurum keppninnar þei…
Björn Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson sigurvegarar Gullmolans 2014 ásamt dómurum keppninnar þeim Gunnari B. Guðmundssyni leikstjóra, Valdísi Óskarsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Hilmari Guðjónssyni leikara.

Stuttmyndin Heimanám eftir Björn Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson var valin besta stuttmyndin á Gullmolanum 2014, stuttmyndakeppni Skapandi sumarstarfa, sem haldin var í samvinnu við ungmennahúsið Molann. Ellefu myndir tóku þátt í keppninni sem haldin var fyrir fullu húsi 17. júlí síðastliðinn.

Auglýst var eftir myndum til þátttöku í keppninni og voru ellefu valdar til sýningar. Heimanám var sem fyrr segir valin besta myndin. Í öðru sæti var myndin Smástirni eftir Nönnu Höjgaard, Lovísu Láru Halldórsdóttur og Margréti Buhl. Myndin Ignotus eftir Ágúst Elí Ásgeirsson og Já myndir hreppti þriðja sætið.

Dómarar í stuttm voru Gunnar B. Guðmundsson leikstjóri, Hilmar Guðjónsson leikari og Valdís Óskarsdóttir kvikmyndagerðarkona