Hvatningarverðlaun Kópavogs

Hvatningarverðlaun Kópavogs verða veitt í fyrsta sinn vorið 2021.
Hvatningarverðlaun Kópavogs verða veitt í fyrsta sinn vorið 2021.

Hvatningarverðlaun Kópavogs verða afhent í fyrsta sinn 7.apríl 2021, á alþjóða heilbrigðismáladeginum. Verðlaunin verða veitt fyrirtæki í Kópavogi sem hefur með starfsemi sinni stuðlað að heilsueflingu Kópavogsbúa.

Hægt er að tilnefna fyrirtæki sem selja vöru, veita þjónustu eða sinna verkefnum sem stuðla að heilsueflingu í Kópavogi. Opið er fyrir tilnefningar í febrúar og er tilnefnt á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Hvatningarverðlaunin eru hluti af lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar en unnið hefur verið að innleiðingu hennar undanfarin ár.

Ein af áherslum lýðheilsustefnunnar er heilsuefling innan stofnana, starfsemi og vinnustaða bæjarins, hvatningarverðlaunin eru hluti af þessari áherslu.

Tilnefna til Hvatningarverðlauna Kópavogs