Íbúafundur um endurskoðun

Frá fundi um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs í Hörðuvallaskóla 2. apríl 2019.
Frá fundi um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs í Hörðuvallaskóla 2. apríl 2019.

Íbúafundur um endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs var fjölsóttur og vel heppnaður. Fundarstjórn var í höndum Helgu Hauksdóttur formanns Skipulagsráðs en erindi fluttu Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri Kópavogsbæjar og Bergljót Einarsdóttir verkefnastjóri endurskoðunar aðalskipulags.

Farið var yfir þróun byggðar í Kópavogi, skipulag og uppbyggingu bæjarins. Þá var kynnt skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar gildandi aðalskipulags bæjarins.

Að loknum erindum voru umræður. Bent er á að senda má ábendingar er varða aðalskipulagið á adalskipulag(hjá)kopavogur.is

Nánar um endurskoðun aðalskipulags.