Íbúasamráð um hverfisáætlun Digraness

Hverfisáætlun Digraness er í undirbúningi.
Hverfisáætlun Digraness er í undirbúningi.

Boðað er til samráðs með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á Digranesi vegna vinnu við Hverfisáætlun Digraness fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi kl. 17:00 - 18:30 í sal Álfhólsskóla,  Álfhólsvegi 120 (Hjalla).

Digranes er fjölmennasta og stærsta hverfi Kópavogs og afmarkast af dölunum tveim Kópavogsdal og Fossvogsdal annarsvegar og Hafnarfjarðarvegi og Reykjanesbraut hinsvegar.

Í hverfisáætlun er fjallað um byggð, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa, auk nánari skilgreininga og ákvæða fyrir hvert hverfi. Þar gefst íbúum frekari kostur á að taka þátt í að móta sitt nánasta umhverfi. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á heimasíðu Kópavogs.

https://www.kopavogur.is/is/ibuar/skipulagsmal/hverfisaaetlun-og-hverfisskipulag