Íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs

Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2015 á íþróttahátíð Kópavogs, frá vinstri: Ármann Kr…
Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2015 á íþróttahátíð Kópavogs, frá vinstri: Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Jón Margeir Sverrisson, íþróttakarl Kópavogs, Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd Fanndísar Friðriksdóttur íþróttakonu Kópavogs 2015 og Jón Finnbogason, formaður íþróttaráðs Kópavogsbæjar.

Fanndís Friðriksdóttir knattspyrnukona úr Breiðabliki og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Ösp/Fjölni voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópavogs fyrir árið 2015. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Íþróttahúsi Smárans 11. janúar. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar auk 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ. Flokkur ársins 2015 var meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna sem fékk viðurkenningu á hátíðinni auk íþróttafólks 13 ára og eldri sem skaraði framúr árið 2015.
Jón Margeir og Fanndís voru valin úr hópi 41 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Fanndís Friðriksdóttir

Fanndís átti einstaklega góðu gengi að fagna á liðnu tímabili ásamt liðsfélögum sínum í kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu. Liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með miklum yfirburðum, fór taplaust í gegnum mótið og sigraði í sextán af átján leikjum sínum. Óhætt er að segja að Fanndís hafi spilað lykilhlutverk í árangri liðsins enda var hún valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í lok tímabils. Þar fyrir utan varð hún einnig markahæsti leikmaður mótsins, skoraði 19 mörk í 18 leikjum. Fanndís var einnig fastamaður í kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem spilaði vel á árinu og hefur sigrað fyrstu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2017.

Jón Margeir Sverrisson

Jón Margeir náði frábærum árangri á liðnu ári. Hann varð Íslands- og bikarmeistari í fjölda greina auk þess að setja 7 ný Íslandsmet. Hann var í hörkuformi á opna þýska meistaramótinu um miðjan apríl þar sem hann vann til gullverðlauna í 200 og 400 metra skriðsundi og setti um leið tvö ný heimsmet. Á Heimsmeistaramótinu í Glasgow vann Jón Margeir til silfurverðlauna í 200 metra skriðsundi. Í lok ársins keppti hann svo á sterku móti í Sao Palo í Brasilíu þar sem hann vann til þriggja gullverðlauna. Jón Margeir er búin að tryggja sér þátttöku á Ólympíuleikum fatlaðra í Brasilíu 2016 og undirbýr sig nú af kappi fyrir þá keppni.

Viðurkenningar

Flokkur 17 ára og eldri:

Birgir Leifur Hafþórsson golf, Elísabet Einarsdóttir blak, Fanndís Friðriksdóttir knattspyrna, Hanna Rún Óladóttir dans, Helga Guðmundsdóttir kraftlyftingar, Jón Margeir Sverrisson sund, Jón Þór Sigurðsson skotíþróttir, Lúðvík Már Matthíasson blak, Nikita Basev dans, Norma Dögg Róbertsdóttir áhaldafimleikar, Svana Katla Þorsteinsdóttir karate, Valgarð Reinhardsson áhaldafimleikar.

Flokkur 13 til 16 ára:

Agla Jóna Sigurðardóttir skíði, Anna Soffía Grönholm tennis, Brynjólfur Óli Karlsson sund, Eiður Gauti Sæbjörnsson, knattspyrna, Elín Ylfa Viðarsdóttir sund, Elva Arinbjarnar handknattleikur, Elvar Kristin Gapunay dans, Gylfi Már Hrafnsson dans, Hafsteinn Guðnason körfuknattleikur, Hulda Clara Gestsdóttir golf, Ísabella Eva Aradóttir, Knattspyrna, Júlíus Flosason, Handknattleikur, Kaspar Urbones kraftlyftingar, Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir borðtennis, Kristófer Darri Sigurðsson hestaíþróttir, Laufey Lind Sigþórsdóttir karate, María Tinna Hauksdóttir dans, Martin Bjarni Guðmundsson fimleikar, Matthildur Einarsdóttir blak, Máni Matthíasson blak, Óskar Agnarsson borðtennis, Reynir Zoëga, frjálsar íþróttir, Sara Hlín Jóhannsdóttir, frjálsar íþróttir, Sara Lind Guðnadóttir dans, Sigurður Arnar Garðarsson golf, Sigurjón Ágústsson tennis, Sunna Dís Heitmann Hestaíþróttir, Tandri Snær Traustason skíði, Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikar.

Flokkur ársins 2015 var kjörinn meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna en liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu á árinu.

Einnig voru afhentir fyrir hönd íþróttaráðs Kópavogs viðurkenningar fyrir árangur á alþjóðlegum vettvangi.