Nöfnin á jafningjafræðurunum 2025 eru Særún, Beta, Telma, Ísak Rökkvi, Lilja Karen, Dagur, Bjarki, Halldór, Frosti, Brynja og Jökla.
Starfi jafningjafræðslunnar lauk 25. júlí en þau heimsóttu hópa í Vinnuskólanum í Kópavogi og veittu fræðslu á jafningjagrundvelli frá 2. júní. Í ár 2025 voru 11 ungmenni á aldrinum 16-20 ára starfandi sem jafningjafræðarar.
Markmið jafningjafræðslunnar er að skapa öruggt og virðingarfullt rými þar sem ungmenni fræða hvert annað um málefni sem snerta þau beint. Fræðslan spannar m.a. samskipti, kynheilbrigði, mörk, sjálfsmynd og andlega heilsu.
Með því að nýta jafningjafræðslu sem nálgun aukast líkurnar á opnu samtali þar sem þátttakendur geta speglað sig í fræðsluaðilum og treyst á að rödd þeirra skipti máli.
Þetta er í annað skipti sem Kópavogur heldur utan um jafningjafræðslu yfir sumartímann en jafningjafræðsla er mikilvægur hluti af forvarnar- og fræðslustarfi fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu.