Kaffihúsafundur barna og bæjarstjórnar Kópavogs

Þátttakendur á Kaffihúsafundi barnaþingmanna og bæjarstjórnar Kópavogs.
Þátttakendur á Kaffihúsafundi barnaþingmanna og bæjarstjórnar Kópavogs.

Fyrsti kaffihúsafundur barna með bæjarstjórn Kópavogs fór fram föstudaginn 12. september. Fundurinn er liður í því að efla lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna og tryggja að sjónarmið þeirra fái raunverulegt vægi í stefnumótun sveitarfélagsins.

Mikil ánægja var með fundinn og miklar og málefnalegar umræður. Fyrirkomulagið var þannig að tveir bæjarfulltrúar sátu við hvert borð og ræddu við börnin um þær tillögur sem þau kynntu bæjarstjórn í vor. Börnin kusu svo með rafrænum þætti fimm tillögur sem þeim þykir mikilvægast að bæjarstjórn taki til skoðunar.

Tillögurnar sem börnin mátu mikilvægustar voru:

  • Frítt í strætó fyrir öll börn í Kópavogi
  • Halda hátíð/viðburð eins og Skrekk
  • Fartölvur á unglingastig grunnaskólanna
  • Hækka frístundastyrk Kópavogs
  • Fleiri opnanir í félagsmiðstöðvum (fleiri kvöldopnanir og auka miðstigsstarf)

Boðið var upp á veitingar, kakó og kaffi á fundinum. Í lok fundar skrifuðu bæði börn og bæjarfulltrúar undir staðfestingu á samtali og samvinnu um forgangsröðun tillagna.

Kópavogsbær er Barnvænt sveitarfélag og leggur áherslu á að börnin í bænum taki virkan þátt í mótun samfélagsins.

Fulltrúar barna í Kópavogi og ungmennaráð funduðu með bæjarstjórn Kópavogs síðastliðið vor og kynntu tíu tillögur fyrir bæjarstjórninni. Á kaffihúsafundinum voru níu tillögur ræddar, þar sem þegar hefur verið ákveðið að framkvæma eina tillöguna, sem var meira samræmi í einkunnagjöf grunnskóla Kópavogs.

Tillögurnar tíu:

  • Göt í stundatöflu í byrjun og lok dags
  • Morgunmatur í boði í öllum skólum í Kópavogi
  • Meira samræmi í einkunnagjöf í grunnskólum Kópavogs
  • Fjölga íþróttatímum eða lengja þá
  • Fartölvur á unglingastig í grunnskóla
  • Fleiri opnanir í félagsmiðstöðvum (fleiri kvöldopnanir og auka miðstigsstarf)
  • Halda hátíð/hæfileikakeppni í Kópavogi
  • Ísbúð á Kársnesi
  • Frítt í Strætó fyrir öll börn í Kópavogs
  • Hækka frístundastyrk Kópavogs
  • Tryggja að íþróttafélög og tómstundastarf taki meðvitað á móti fjölbreyttum hópum, t.d. með því að efla aðstöðu, fataskipti, þjálfun og fræðslu