Kennarar á skólabekk

Endurnærðir kennarar tilbúnir í metnaðarfullt skólastarf vetrarins
Endurnærðir kennarar tilbúnir í metnaðarfullt skólastarf vetrarins

Mjög góð þátttaka er í námskeiðum menntasviðs fyrir grunnskólakennara Kópavogs sem standa yfir þessa vikuna. 

Söguaðferð, hagnýtt læsi og listkennsla eru viðfangsefni námskeiðanna sem hófust í dag. Alls er boðið upp á 12 námskeið fyrir grunnskólakennara bæjarins og eru námskeiðin liður í undirbúningi á metnararfullu skólastarfi vetursins.

Á morgun og á föstudag verða námskeið um teymiskennslu, leiðsagnarmat, lausnamiðaða kennara, lesskilning án bóka, hvernig nýta má spjaldtölvur í náttúrufræðikennslu og í kennslu íslensku sem annars máls, yndislestur á bókasöfnum og hvernig byggja má upp einstaklinginn í íþróttakennslunni.

Skólar í Kópavogi eru settir þriðjudaginn 22.ágúst. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðum skólanna. 

  Endurnærðir kennarar tilbúnir í metnaðarfullt skólastarf vetrarins Einbeittir kennarar

Kátir kennarar á námskeiði