Bjarni Torfi Álfþórsson frá Specialisterne, Guðlaug Ósk Gísladóttir velferðarsviði Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Kópavogsbær og Specialisterne á Íslandi hafa gert með sér samkomulag til átta mánaða. Specialisterne munu á tímabilinu veita fötluðum atvinnuleitendum innan Kópavogsbæjar einstaklingsmiðaða starfsþjálfun auk starfsmats. Markmiðið er að auka atvinnumöguleika fólks á almennum vinnumarkaði. Hér er um að ræða viðbót við önnur þau úrrræði sem í boði eru innan sveitarfélagsins.
Specialisterne er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var í upphafi árs 2010 af Umsjónarfélagi einhverfra og sjö einstaklingum þar að auki. Félagið hefur það að markmiðiað veita sérhæfða þjónustu sem snýr að atvinnustuðningi við einstaklinga á einhverfurófi og með því stuðla að jöfnum tækifærum fólks á atvinnumarkaði. Samtökin leggja til húsnæði og sérhæfða starfsmenn, sjá um að tryggja gæði í starfi og að verkefnið skili árangri fyrir atvinnuleitendur.
Kópavogsbær bindur vonir við þennan samning sem líklegur er til að skila fleira fólki út á vinnumarkaðinn.