Samkomulag við Specialisterne

Bjarni Torfi Álfþórsson frá Specialisterne, Guðlaug Ósk Gísladóttir velferðarsviði Kópavogsbæjar, T…
Bjarni Torfi Álfþórsson frá Specialisterne, Guðlaug Ósk Gísladóttir velferðarsviði Kópavogsbæjar, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Kópavogsbær og Specialisterne á Íslandi hafa gert með sér samkomulag til átta mánaða. Specialisterne munu á tímabilinu veita fötluðum atvinnuleitendum innan Kópavogsbæjar einstaklingsmiðaða starfsþjálfun auk starfsmats. Markmiðið er að auka atvinnumöguleika fólks á almennum vinnumarkaði. Hér er um að ræða viðbót við önnur þau úrrræði sem í boði eru innan sveitarfélagsins.

Specialisterne er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var í upphafi árs 2010 af Umsjónarfélagi einhverfra og sjö einstaklingum þar að auki. Félagið hefur það að markmiðiað veita sérhæfða  þjónustu sem snýr að atvinnustuðningi við einstaklinga á einhverfurófi og með því stuðla að jöfnum tækifærum fólks á atvinnumarkaði. Samtökin leggja til húsnæði og sérhæfða starfsmenn, sjá um að tryggja gæði í starfi og að verkefnið skili árangri fyrir atvinnuleitendur.

Kópavogsbær bindur vonir við þennan samning sem líklegur er til að skila fleira  fólki út á vinnumarkaðinn.