Kópavogsbær selur eignir í Fannborg

Fannborg 2 sem hýst hefur Bæjarstjórnarskrifstofur Kópavogs.
Fannborg 2 sem hýst hefur Bæjarstjórnarskrifstofur Kópavogs.

Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga þróunarfélaga, fjárfesta, byggingarfélaga og annarra á kaupum á fasteignum í Fannborg í Kópavogi.

Flutningar stjórnsýslu Kópavogsbæjar standa yfir og hefur bæjarstjórn samþykkt að hefja opið söluferli fasteignanna Fannborg 2, 4 og 6, þar sem tekið verði tillit til niðurstaðna húsnæðisskýrslu starfshóps bæjarráðs um stöðu húsnæðismála frá árinu 2015.

Kópavogsbær mun samhliða sölu fasteigna skoða möguleika á að gera breytingar á skipulagi svæðisins sem gæfu möguleika á að byggja nýtt húsnæði á svæðinu. Kaupendur fasteigna hefðu forgang á auknum byggingarrétti á svæðinu.

Tilboðum í fasteignirnar, ásamt framtíðarsýn um notkun þeirra, skal skilað til viðkomandi fasteignasölu eigi síðar en fimmtudaginn 12. október nk.

Fasteignasölurnar sem sjá um söluna fyrir Kópavogsbæ eru Domusnova, Eignaborg, Eignamiðlun, Lind og Stakfell. Áhugasömum er bent á að hafa samband við þessar fasteignasölur.

Fannborg 4 Fannborg 6