Endurskoðun aðalskipulags kynnt

Kynningarfundur vegna endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs verður haldinn í Hörðuvallaskóla þriðjudaginn 2. apríl. Fundurinn hefst kl. 17.00 og eru fundarlok áætluð 18.30.

Kynnt verður skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar endurskoðunar gildandi aðalskipulags bæjarins. Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í ­lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags­áætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Skipulagsráð Kópavogs hefur yfirumsjón með endurskoðun aðalskipulagsins en ábyrgð verkefnisins er í höndum skipulagsstjóra Kópavogs.

Nánar um endurskoðun aðalskipulags.