Kynningarfundur: Skipulagsbreytingar á Hamraborgarsvæði

Tillögur að breyttu skipulagi Hamraborgarsvæðisins eru nú í kynningarferli.
Tillögur að breyttu skipulagi Hamraborgarsvæðisins eru nú í kynningarferli.

Kynningarfundur um skipulagsbreytingar á Hamraborg – miðbæ, Fannborgarreit og Traðarreit vestur, verður haldinn fimmtudaginn 14.janúar næstkomandi milli 16.30 og 18.00.

Fundurinn verður í beinu streymi sem um vef Kópavogsbæjar. Þá verður upptaka af fundinum aðgengileg á vefsíðu bæjarins og kynningarefni sömuleiðis að loknum fundi.

Dagskrá fundar:

16.30: Inngangsorð: Helga Hauksdóttir formaður skipulagsráðs.

16.40: Kynning á breytingu á aðal- og deiliskipulagi: Bjarki Valberg skipulagsfræðingur.

17.20: Umræður og fyrirspurnir.

Fundarstjóri er Helga Hauksdóttir.

 Áhorfendur eru hvattir til að senda spurningar á skipulag@kopavogur.is á meðan fundi stendur.

Sérfræðingar sitja fyrir svörum, þar á meðal starfsfólk skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, arkitektar og fleiri.

Vakin er athygli á því að athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 þriðjudaginn 2. mars 2021.

Tillögur að breyttu skipulagi Hamraborgarsvæðis eru aðgengilegar á vef Kópavogsbæjar.

Skipulag í kynningu - gögn

Kynningarfundur - bein útsending