Horft vestur Kársnesstíg í nóvember 2025.
Opið hús og kynningarfundur um vinnslutillögu að nýju deiliskipulagi Kársnesstígs á sunnanverðu Kársnesi verður haldinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju miðvikudaginn 26.nóvember kl. 16.30 til 18.00.
Viðfangsefnið deiliskipulagsins eru endurbætur á Kársnesstíg. Tillagan felur í sér aðgreindan hjóla- og göngustíg sem stuðlar að skýrari aðgreiningu ferðamáta og eykur öryggi allrar vegfarenda.
Skipulagssvæðið nær yfir Kársnesstíg og nærliggjandi svæði milli Bakkabrautar 2 og Urðarbrautar.
Á fundinum verður deiliskipulagstillagan kynnt og að kynningu lokinni verða umræður.
Kortið sýnir svæðið sem er til umfjöllunar:

Skoða gögn