Kynningarfundur um vinnslutillögu skipulags

Kópavogsbær.
Kópavogsbær.

Kynningarfundur um vinnslutillögu Aðalskipulags Kópavogs var haldinn fimmtudaginn 20.ágúst síðastliðinn. Fundinum var streymt og er hægt að horfa á upptöku af honum mér á vefnum.

Kynningarfundur – upptaka

Helga Hauksdóttir, formaður skipulagsráðs, var fundarstjóri. Að loknum inngangi hennar tók til máls Bergljóst Sigríður Einarsdóttir arkitekt og verkefnastjóri og kynnti vinnslustillöguna. Þá var erindi Grétars Mars Hreggviðssonar verkfræðings frá VSÓ. Rúnar Dýrmundur Bjarnason frá Mannviti ræddi umhverfismat aðalskipulags og loks fór Sandra Rán Ásgrímsdóttir yfir aðlögun heimsmarkmiða, mikilvægisgreiningu.

Kynning á vinnslutillögunni stendur enn yfir í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillöguna ásamt umhverfisskýrslu og fylgigögnum má nálgast á vef bæjarins og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér vinnslutillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag(hja)kopavogur.is eigi síðar en klukkan 15:00 mánudaginn 31. ágúst 2020.