Kynningarfundur: Vinnslutillaga aðalskipulags

Vinnslutillaga Aðalskipulags er nú í kynningarferli.
Vinnslutillaga Aðalskipulags er nú í kynningarferli.

Kynningarfundur um vinnslutillögu Aðalskipulags Kópavogs 2019-2031 verður haldinn fimmtudaginn 20. ágúst, klukkan 17.00-18.30. Athugið að vegna COVID-19 er  fundurinn eingöngu rafrænn og verður hann sendur út um vefsíðu Kópavogsbæjar.

Tengill á fundinn verður settur inn á vef bæjarins á fundardegi. Boðið verður upp á fyrirspurnir á meðan á fundinum stendur.

Dagskrá:

Inngangur og fundarstjórn: Helga Hauksdóttir, formaður skipulagsráðs

Vinnslutillaga: Bergljót Sigríður Einarsdóttir, arkitekt, verkefnastjóri
Umferðarspá: Grétar Mar Hreggviðsson, VSÓ, verkfræðingur, samgöngur
Umhverfismat aðalskipulags: Rúnar Dýrmundur Bjarnson, Mannvit, fagstjóri umhverfismála
Aðlögun heimsmarkmiða, mikilvægisgreining: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, Mannvit, sjálfbærniverkfræðingur
Fyrirspurnir

Kynning á vinnslutillögunni stendur enn yfir í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.  123/2010. Vinnslutillöguna ásamt umhverfisskýrslu og fylgigögnum má nálgast á vefsíðu bæjarins og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér vinnslutillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulags- og byggingardeildar Umhverfissviðs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag(hja)kopavogur.is eigi síðar en klukkan 15:00 mánudaginn 31. ágúst 2020.

Fundurinn verður svo aðgengilegur á vefsíðu bæjarins.