Kynningartími um Kársnesstíg framlengdur

Íbúafundur um Kársnesstíg.
Íbúafundur um Kársnesstíg.

Kynningartími um vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi um Kársnesstíg hefur verið framlengdur til 23. janúar. 

Ósk um framlengdan tíma er meðal þess sem kom fram á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var til að kynna vinnslutillöguna. Íbúafundurinn fór fram 26.nóvember síðastliðinn í Safnaðarheimili Kópavogskirkju. Á fundinum var deiliskipulagstillagan kynnt og að kynningu lokinni voru umræður. Þá gátu gestir kynnt sér gögn og rætt við starfsfólk að umræðum loknum.

Tillagan felur í sér aðgreindan hjóla- og göngustíg sem stuðlar að skýrari aðgreiningu ferðamáta og eykur öryggi allrar vegfarenda. Skipulagssvæðið nær yfir Kársnesstíg og nærliggjandi svæði milli Bakkabrautar 2 og Urðarbrautar.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar eru sendar í gegnum skipulagsgátt. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna má hafa samband við starfsfólk skipulagsdeildar á póstfangið skipulag [hja] kopavogur.is.

Nánar