- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Í tilefni Íslenska safnadagsins verður Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, með leiðsögn í dag um 20 ára afmælissýningu safnsins. Leiðsögnin hefst kl. 15:00 og er ókeypis. Söfn víða um land halda daginn hátíðlegan með ýmsum uppákomum. Tilgangurinn er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar.
Á sýningunni í Gerðarsafni eru verk úr safneign eftir Barböru Árnason, Gerði Helgadóttur, Magnús Á. Árnason og Valgerði Briem. Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur eru sömuleiðis sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval.