Leiðsögn um sýningu Gerðarsafns

Gerður Helgadóttir
Gerður Helgadóttir

Í tilefni Íslenska safnadagsins verður Guðbjörg Kristjánsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns, með leiðsögn í dag um 20 ára afmælissýningu safnsins. Leiðsögnin hefst kl. 15:00 og er ókeypis. Söfn víða um land halda daginn hátíðlegan með ýmsum uppákomum. Tilgangurinn er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar. 

Á sýningunni í Gerðarsafni eru verk úr safneign eftir Barböru Árnason, Gerði Helgadóttur, Magnús Á. Árnason og Valgerði Briem. Úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur eru sömuleiðis sýnd verk eftir Jóhannes S. Kjarval.

Gerðarsafn var opnað 17. apríl 1994. Hvatinn að byggingu safnsins var höfðingleg gjöf sem erfingjar Gerðar Helgadóttur færðu Kópavogsbæ árið 1977. Í gjöfinni voru um 1.400 listaverk úr dánarbúi listakonunnar en hún lést árið 1975 aðeins 47 ára að aldri.
 
Seinna fékk safnið að gjöf verk eftir hjónin Barböru Árnason og Magnúsar Á. Árnasonar og sömuleiðis að gjöf teikningar eftir Valgerði Briem
 
Þessar rausnarlegu listaverkagjafir eru kjarninn í listaverkaeign Gerðarsafns.