Lokun á reiðstíg vegna vatnsveituframkvæmda

Framkvæmdir við að koma á fót hringtengingu vatnsveitu fyrir Vatnsendabletti eru að hefjast og mun vatnslögn verða lögð í götuna neðan við Vatnsendablett 20 og 710 til 713. Reynt verður að lágmarka raskið og óþægindin sem af framkvæmdunum kann að verða en búast má við tímabundnum lokunum á vegi að Kríunesi og vegi að Vatnsendabletti 19 þegar nauðsynlegt verður að þvera þessa götuhluta.

Vatnsendablettur