Lokun á Vatnsendavegi 16. ágúst

Vegfarendum sem leið eiga um Vatnsendaveg er bent á hjáleið um Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og A…
Vegfarendum sem leið eiga um Vatnsendaveg er bent á hjáleið um Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og Arnarnesveg á meðan lokun stendur.
Miðvikudaginn 16. ágúst frá kl 9:00 til 17:00 verður Vatnsendavegi lokað á milli hringtorga við Akurhvarf/Elliðahvammsveg og Álfkonu-/Breiðahvarfs vegna malbiksframkvæmda. Vegfarendum sem leið eiga um Vatnsendaveg er bent á hjáleið um Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og Arnarnesveg á meðan lokun stendur.
 
Á milli kl. 9:00 og 11:00 verður hringtorg við Breiðahvarf og Álfkonuhvarf lokað og er vegfarendum sem erindi eiga til eða frá Álfkonuhvarfi bent á að aka um bráðabirgðahjáleið á milli Akrahvarfs og Álfkonuhvarfs. Vegfarendur sem erindi eiga í hverfi neðan Vatnsendavegar á þessum tíma er bent á bráðabirgðahjáleið neðan Vatnsendaskóla á milli Fornahvarfs og Grandahvarfs.
 
Frá kl. 11:00 verður hægt að aka um hringtorgið við Álfkonu-/Breiðahvarf en Vatnsendavegur verður áfram lokaður til kl. 17:00. Aðkoma að Álfkonuhvarfi og Breiðahvarfi og tengdum götum norðan við lokun er um Vatnsendahvarf. Aðkoma að Akrahvarfi og Elliðahvammsvegi og tengdum götum sunnan við lokun er um Vatnsendaveg frá Rjúpnavegi.
 
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar.