Lokun vegna malbiksframkvæmda 8. ágúst

Fyrirhugað er að fræsa malbik á Skemmuvegi á milli hringtorgs við Byko og Skemmuvegar 48 mánudaginn 8. ágúst og verður gatan lokuð fyrir umferð á milli kl. 9:00 og 15:00. Vegfarendum á leið í rauða, bláa og brúna götu er bent á að aka um Smiðjuveg. Vegfarendum á leið í bláa götu er bent á að aka umhverfis hús Byko við Skemmuveg 4a. Ökutækjum á leið í bleika götu verður handstýrt fram hjá framkvæmdasvæðinu en vegfarendur geta átt von á að þurfa hinkra aðeins.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Skemmuvegi á milli hringtorgs við Byko og Skemmuvegar 48