Lokunartilkynning vegna malbikunarframkvæmda

Fimmtudaginn 19. júní frá kl. 9:00 til um það bil 17:00 mun Dalvegur við Hlíðarhjalla verða lokaður vegna malbikunar. Lokun á Dalvegi vestan megin verður við hús nr. 30 og við Nýbýlaveg austan megin. Gatnamót Hlíðarhjalla við Dalveg verða einnig lokuð. Aðkoma að fyrirtækjum við Dalveg 32A og 32B er um bráðabirgða hjáleið við Nýbýlaveg. Fyrir ökumenn sem koma frá Nýbýlavegi er bent á hjáleið um Reykjanesbraut. Fyrir ökumenn sem koma í átt frá Smáratorgi bent á hjáleið um Digranesveg eða Skógarlind.

Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru allir vegfarendur óháð fararmáta beðnir um að sýna tillitssemi, halda hraða í hófi og virða merkingar.

Dalvegur v. Hlíðarhjalla lokaður