Metár í Vinnuskólanum

Þeir fyrstu sem mættu til starfa í Vinnuskólanum í Kópavogi sumarið 2020 hófu störf í maí.
Þeir fyrstu sem mættu til starfa í Vinnuskólanum í Kópavogi sumarið 2020 hófu störf í maí.

Aldrei hafa fleiri verið í Vinnuskóla Kópavogs en í ár, þegar hafa borist yfir 1400 umsóknir í Vinnuskólann og eru enn að bætast við umsóknir. Til viðmiðunar má nefna að sumarið 2019 störfuðu í kringum 930 ungmenni í Vinnuskólanum.

Öllum börnum í Kópavogi sem fæddir eru á árunum 2003 - 2006 stendur til boða að vinna hjá Vinnuskóla Kópavogs. Fyrsti starfsdagur hjá unglingum fæddum árið 2003 var þann 18. maí en þann 15. júní mæta unglingar fæddir á árunum 2004 – 2006 til vinnu í Vinnuskólanum.

Þess má geta að um 75% af árgöngunum fædd eru 2003-2006 eru í Vinnuskóla Kópavogs, um 80% þeirra sem eru á aldrinum 14-16 en 60% þeirra sem eru 17 ára á árinu 2020. Fjölgunin er mest í elsta hópnum á milli ára. 

Vinnutími og kaup í Vinnuskólanum fer eftir aldri og er lögð áhersla að veita nemendum jákvæða innsýn inn í atvinnulífið. Meginverkefni nemenda er umhirða á bæjarlandi en vegna fjölgunar í ár hefur einnig verið haft samband við íþróttafélög og stofnanir í því skyni að bæta við verkefnum.

Nánar um Vinnuskólann í Kópavogi.