- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Metfjöldi gesta sótti Vetrarhátíð í Kópavogi heim um helgina, Safnanótt föstudaginn 3. febrúar og Sundlauganótt laugardaginn 4. febrúar.
„Vetrarhátíð er greinilega búin að vinna sér sess í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna á Safnanótt heillaði unga sem aldna og það sama má segja um Sundlauganótt. Gestir nýttu hverja mínútu og hvern viðburð til hins ítrasta því alls staðar var fullt út úr dyrum og allir viðburðir vel sóttir. Þessi mikli áhugi bæjarbúa er okkur í Menningarhúsunum hvatning til að huga enn betur að viðburðum og uppákomum fyrir bæjarbúa,“ segir Soffía Karlsdóttir forstöðumaður menningarmála í Kópavogi.
Star Wars aðdáendur voru fullir eftirvæntingar og biðu í röðum fyrir utan Bókasafn Kópavogs þegar safnið lauk upp dyrnar klukkan 18 þegar hátíðin hófst en Star Wars þema bókasafnsins vakti mikla lukku. Stjörnu-Sævar kíkti í heimsókn og og þá voru Jón Gnarr og Gunnar Helgason gestir Bókasafnsins,
Glæsileg lýsing var afhjúpuð við Menningarhúsin en með henni verður svæðið lýst upp betur en verið hefur og þá verður hægt að velja lýsingu og mynstur í takt við tilefni hverju sinni.
Vídeóverk Steinunnar Eldflaugar á Kópavogskirkju setti svip sinn á hátíðina og á tónleikum hennar tók Steinunn, undir nafninu dj flugvél og geimskip gesti í geimferð sem góður rómur var gerður að.
Á Náttúrufræðistofu var plastsmiðja og erindi um fatasóun og og örsýning um Kópavogsfundinn fór fram á Héraðsskjalasafni Kópavogs þar sem einnig var flutt vel sótt erindi um sauðfjárbúskap.
Í Gerðarsafni var sjálfsmynda- og teiknismiðja auk leiðsagnar um sýninguna Líkamleiki. Í Molanum var boðið upp á stuttmyndir.
Loks er þess að geta að í Salnum lék bæjarlistamaðurinn Sigtryggur Baldursson af fingrum fram með Jóni Ólafssyni og félögum.
Sigtryggur kom einnig fram í Sundlaug Kópavogs á Sundlauganótt en hann setti í félagi við Mankan upp hljóð og myndgjörning í innilauginni. Þar var einnig boðið upp á aqua zumba og tónlistarkonan Una lék fyrir gesti.