Mikill snjór á höfuðborgarsvæðinu

Snjómokstur í Kópavogi.
Snjómokstur í Kópavogi.

Öll tæki í snjómokstri voru kölluð út klukkan 04.00 í morgun og hefur verið unnið síðan þá.

Mikið hefur snjóað í höfuðborginni síðan í nótt og öll tæki úti, bæði á götum og stígum. Aðstæður til snjómoksturs eru erfiðar því hætta er á því að fljótt fenni aftur í leið sem nýbúið er að skafa, sérstaklega í efri byggðum.

Snjómokstur er gerður eftir fyrirfram ákveðnum forgangi til að allt gangi sem best fyrir sig.

Íbúar eru beðnir um að senda ábendingar í gegnum ábendingakerfi ef erindið varðar snjómokstur. 

Nánar um snjómokstur í Kópavogi

Athugið: Skipulag vetrarþjónustu er miðað við stöðugar veðuraðstæður sem getur raskast við mikilla ofankomu eða óstöðugt veður. Jafnframt geta veðuraðstæður eins og mikill snjóstormur orsakað að vetrarþjónustutæki eru ekki kölluð út á göngu-, hjólastíga, gangstéttir, húsagötur fyrr en að veðrinu slotar.

Sorphirðan er talsvert á eftir áætlun og við biðlum til fólks um að moka frá tunnum og hálkuverja.

Gul viðvörun er á höfuðborgarsvæðinu og tekur hún gildi kl. 15.00