Nýjar heimasíður Menningarhúsanna

Ný heimasíða
Ný heimasíða

Ný og fersk heimasíða Menningarhúsanna í Kópavogi, menningarhusin.is hefur litið dagsins ljós en auk þess hafa síður Bókasafns Kópavogs, Gerðarsafns, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Salarins verið endurhannaðar og Héraðsskjalasafn Kópavogs fengið eigin heimasíðu. Heimasíða Menningarhúsanna hefur verið í þróun undanfarið eitt og hálft ár en yfirhönnuður hennar er Arnar Freyr Guðmundsson hjá Studio Studio í samstarfi við Origo sem hannaði virkni vefjanna. Útlit síðanna tekur mið af nýrri hönnun sem þróuð hefur verið fyrir Menningarhúsin undanfarin misseri sem tekur meðal annars á nýrri leturgerð fyrir hvert hús og einkennandi litum. Nú má nálgast alla viðburði þvert á Menningarhúsin á yfirsíðunni og frá henni má skoða síður hvers húss ítarlega.

Með nýju heimasíðunum ættu notendur að hafa greiðari leið að þeim menningarviðburðum sem fram fara í Kópavogi allan ársins hring. Þá býður Bókasafnið upp á netspjall sem eykur þjónustu við notendur auk þess sem nú er auðveldara að nálgast miða á viðburði Salarins