Uppbyggingaráform í Silfursmára.
Vakin er athygli á opnu húsi í sal Smáraskóla við Dalsmára 1, miðvikudaginn 19. nóvember n.k. kl. 17-18:30. Kynnt verður tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Silfursmára 1-7 sem nú er í auglýsingu. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta komið og kynnt sér tillöguna ásamt fylgigögnum. Starfsmenn og ráðgjafar verða á staðnum til að svara spurningum. Öll gögn eru aðgengileg á Skipulagsgátt, mál nr. 1488/2025. Eru þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvött til að kynna sér gögnin. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega gegnum Skipulagsgátt eigi síðar en 8. janúar 2026.