Opinn kynningarfundur: Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Skipulagsnefnd Kópavogs boðar til kynningarfundar með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í Kópavogi þar sem kynnt verða drög að nýju aðalskipulagi fyrir bæinn. Fundurinn verður haldinn í samkomusal Hörðuvallaskóla við Baugakór 38, fimmtudaginn 1. nóvember nk. kl. 17:00 til 18:30.

Aðalskipulag er skipulagsáætlun þar sem fram kemur stefna bæjaryfirvalda um landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar til ársins 2024.

Skipulagsstjóri Kópavogs