Opnað verður fyrir umsóknir um lóðir í öðrum áfanga úthlutunar í Vatnsendahvarfi þann 23. janúar.
Opnað verður fyrir umsóknir 23. janúar um lóðir í öðrum áfanga í Vatnsendahvarfi. Í öðrum áfanga verður úthlutað lóðum fyrir einbýlishús, parhús, klasahús og fjölbýli. Gefinn verður fjögurra vikna frestur, frá því að opnað verður fyrir tilboð í útboðskerfinu Tendsign.is, til þess að skila inn tilboðum.
Í Vatnsendahvarfi verða 500 íbúðir í fjölbýli og sérbýli og fellur byggðin vel að nágrenninu. Lögð er áhersla á sjálfbæra og umhverfisvæna byggð og góðar samgöngutengingar fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.
Stefnt er að því að lóðir í öðrum áfanga verði byggingarhæfar í september 2025.
Nánar um Vatnsendahvarf