Regnboginn teygir sig lengra

Regnboginn 2025 teygir sig lengra upp á Kópavogshálsinn.
Regnboginn 2025 teygir sig lengra upp á Kópavogshálsinn.

Í tilefni Hinsegin daga var regnboginn í Kópavogi endurnýjaður og lengdur. Þannig er hann sýnilegri en áður frá Kópavogshálsinum, gangandi og akandi til ánægju. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri slóst í hóp með vöskum flokkstjórum í Vinnuskólanum og verkið gekk hratt og vel fyrir sig.

 

 

Þá er einnig búið að draga hinsegin fána að húni við bæjarskrifstofur og menningarhús.

 

 

Þess má geta að við Kóraskóla eru falleg regnbogaþrep.