Samkeppni um Fossvogsbrú auglýst í ársbyrjun 2021

Myndin sýnir brúarstæðið yfir Fossvog.
Myndin sýnir brúarstæðið yfir Fossvog.

Vegagerðin vinnur að undirbúningi tveggja þrepa hönnunarsamkeppni brúar yfir Fossvog. Ætlunin er að samkeppnin verði auglýst í ársbyrjun 2021. Bygging brúarinnar er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.

Samkeppnin verður í tveimur þrepum og verður nafnleyndar gætt á báðum þrepum. Fyrra þrep samkeppninnar verður öllum opið sem standast þær kröfur sem gerðar verða um þátttöku en seinna þrep verður lokað öðrum en höfundum valdra tillagna. Verðlaunafé verður kynnt þegar keppnislýsing verður auglýst. Dómnefnd hefur verið skipuð og vinnur að samkeppnislýsingu í samvinnu við kaupendur.

Samkeppnin verður rafræn en nánari upplýsingar má finna í forauglýsingu vegna samkeppninnar á útboðsvefnum.