Gátt til að skila inn hugmyndum verður opin til 7.október.
Íbúasamráð um stafrænar og snjallar lausnir í þjónustu við íbúa er hafið hjá Kópavogsbæ. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og koma með hugmyndir að því hvernig tæknin geti bætt, einfaldað og gert þjónustu bæjarins skilvirkari.
„Við viljum nýta kraftinn sem býr í samfélaginu okkar og fá innsýn frá íbúum sem þekkja bæinn best. Stafræn þróun og hagnýting gervigreinar bjóða upp á ótal möguleika til að bæta þjónustu og gera hana aðgengilegri,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri. „Þetta íbúasamráð er einstakt tækifæri til að móta framtíðina saman.“
Framkvæmdin er hluti af stærra umbótaverkefni sem Skrifstofa umbóta og þróunar leiðir. Nú þegar hefur Kópavogsbær innleitt stafrænt bókunarkerfi fyrir símatíma og fundi hjá lykilstofnunum bæjarins, sem sparar allt að 715 klukkustundir á ári í biðtíma.
Gáttin til að skila inn hugmyndum er opin frá 16. september til 17. október 2025 og er aðgengileg á samráðsvef Betra Íslands sem Kópavogur hefur nýtt í ýmis samráðsverkefni.
Allar hugmyndir verða metnar af starfsfólki og teknar til skoðunar með það að markmiði að nýta þær í þróun nýrra lausna. Hugmyndir sem ekki tengjast beint verkefninu verða varðveittar í hugmyndabanka.
Lesa meira um samráðsverkefnið.