Síðsumarsganga um Salahverfi

salaganga
salaganga

Síðsumarsganga um Salahverfi fer fram laugardaginn 22. september en hún er skipulögð af umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar. Lagt verður af stað frá Lindakirkju kl. 11:00. Gangan mun taka um það bil klukkutíma. Allir velkomnir.

Gengið verður frá Lindakirkju framhjá Hnoðraholti og Smalaholti meðfram golfvellinum í Leirdal. Gönguna leiða þeir Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs og Smári Smárason, arkitekt á skipulags- og byggingadeild Kópavogs. Einnig verða með í för fulltrúar frá Sögufélagi Kópavogs, þeir Guðlaugur R. Guðmundsson og Guðmundur Þorkelsson.
 
Gönguleiðin eru um það bil þrír kílómetrar og er mælt með henni fyrir alla aldurshópa. Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.
 
Þetta er gott tækifæri fyrir Kópavogsbúa til að fræðast um sögu svæðisins, skipulagsmál og umhverfismál sem unnið hefur verið að á síðustu árum í Kópavogi.
 
Íbúar eru hvattir til að taka þátt og eiga góða stund í fallegu umhverfi undir leiðsögn staðkunnugra.