Snælandsskóli fær viðurkenningu

Frá afhendingu viðurkenningar Jafnréttis- og mannréttindaráðs í Snælandsskóla, f.v.: Magnea Einarsd…
Frá afhendingu viðurkenningar Jafnréttis- og mannréttindaráðs í Snælandsskóla, f.v.: Magnea Einarsdóttir skólastjóri, Elsa Dýrfjörð kennari, Berglind Pála Bragadóttir kennari, Anna Mjöll Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri, Kári Tómas Hauksson nemandi, Broddi Kristjánsson kennari, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Ragneheiður Bóasdóttir formaður jafnréttis- og mannréttindaráðs.

Snælandsskóli, leikskólinn Marbakka og Suomia I Georgsdóttir eru handhafar viðurkenningar Jafnréttis- og mannréttindaráðs fyrir framúrskarandi starf á sviði jafnréttis- og mannréttinda. Viðurkenningin er nú afhent í sextánda sinn, fyrir starf árið 2017.

Jafnréttis- og mannréttindaráð heimsótti ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra skólana tvo og bókasafn Kópavogs þar sem Suomia sinnir sínu starfi og afhenti viðurkenningarnar dagana 27. og 28. febrúar og þriðjudaginn 6. mars.

Nánar um handhafa og afhendingu